Cara er alhliða snyrtistofa sem býður upp á fjölbreytt úrval meðferða, allt sem
viðkemur snyrtingu og fegurð. Markmið stofunnar er að veita faglega ráðgjöf og
persónulega þjónustu, með þarfir viðskiptavinarins í huga. Við leggjum áherslu á
rólegt og endurnærandi andrúmsloft.
Snyrtistofan Cara var stofnsett í apríl 2003 og er staðsett að Bæjalind 1-3 í
Kópavogi. Eigendur stofunnar eru Aðalheiður Kristjánsdóttir Snyrti-og förðunar-
fræðingur og Elínborg Óskarsdóttir snyrtifræðingur.
Aðalheiður útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr förðunarskóla Make up forever
árið 1997, lauk burtfaraprófi úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í maí árið 1999 og
kláraði sveinspróf í Snyrtifræði í júní 2000. Veturinn 2003 útskrifaðist Aðalheiður
með meistarapróf úr Iðnskólanum í Reykjavík.
Elínborg lauk burtfararprófi úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í desember
1998 og kláraði sveinspróf í snyrtifræði í júní 2000. Vorið 2004 útskrifaðist
Elínborg með meistarapróf úr Iðnskólanum í Reykjavík.
Laugardaga samkomulag
Sunnudaga lokað
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
Sími: 5547887